Gaman í þykjustulandi!

Jæja, nú eru 25 dagar þangað til að ég skoppa á brott yfir hafið og til Ameríku eins og víkingarnir forðum. Ísland er náttúrulega alltaf æðislegt (á sumrin) en eftir þessi 21 ár sem ég er búin að vera hér samfleytt er ég við það að fá nóg.

 Mér þykir svo undarlegt að svona lítið samfélag geti verið svona rosalega yfirborðslegt. Allir þykjast vera mjög ríkir, maður verður náttúrulega að geta keypt það dýrasta til að vera menn með mönnum! Flestir eiga nú bara svona rétt tæpilega fyrir öllu, en hér á landi er krítarkortið besti vinur vinsæla fólksins! Svo er náttúrulega hægt að fá lán fyrir dýrum bílum, nýju eldhúsi og svoleiðis.

 Svo þarf maður að halda í við tískuna. Ef maður er eitthvað öðruvísi er maður flokkaður sem annað hvort skrítin/n eða listamaður.

Dæmi að því var þegar ég vann með vinkonu minni nokkri sem hefur svoleiðis dreddlokkaflóð að ég hef sjaldan séð þá lengri. Að vera með dredda virðist ógeðslegt, en krefst mikillar athygli, svo sem að setja olíu í lokkana, hekla laust hár inn í þá aftur og svo er endalaus hárþvottur. Ég get með sönnu sagt að hún stóð sig með prýði í öllum þessum greinum.

Einn viðskiptavinurinn sagði við mig, "Ég hélt nú að svona fólk væri ekki ráðið í þjónustustörf!" (Takið eftir því að þetta var staðsett inn í Bónusvídjó, sem er með þeim ógeðslegri sjoppum sem ég veit um). Ég hváði. "Þú veist..." sagði hann og gerði einhverskonar maríjónu-bendingar með höndunum.

Já, greyið vinkona mín fær þetta meiri að segja oft! Og hún lifir nú mun heilbrigðari lífstíl en ég, þar sem ég drekk og hún ekki.

 

Og þar sem ég er nú komin út í útlitsdýrkun þá eru svoleiðis standardarnir fyrir kvennmenn hér að ég stend og veit ekki hvað ég á að gera við mig. Stelpur eiga að vera annað hvort þvengmjóar með stór brjóst/fleginn bol og svoleiðis kúkabrúnar af sól eða haugafullar til að eiga séns í venjulega íslenska karlmenn. Helst bæði. Ég er nú ekki feit, er að vinna í slétta maganum mínum en það eru ennþá 5 kg í það en samt er fólk alltaf að slúðra því í mig að ég gæti verið módel eða eitthvað álíka.

Ekki hef ég fengið athygli frá íslenskum mönnum nokkurntíman svo ég muni, nema þegar vinnufélaginn minn kom upp á mér og sagði, "Þú gætir nú verið flott ef þú myndir grennast" og á því tímabili var ég nú sem grennst og maginn var fínn, að ég best man.

Pólverjar eiga það þó til að blístra á mig.

Allt þetta virðist eitthvað svo beint tekið úr bíómyndum og tónlistarmyndböndum, einhverskonar þykjustuheimur þar sem allt er geðveikt flott og kúl en samt viljum við halda því fram að Ísland er SKO best í heimi, jafnvel þó að við viljum ekkert tala um sögu okkar og þykjum víkingar vera hallærislegir. Frekar bendum við túrhestunum á hve nútímaleg við erum og fín. "Hvað með víkingana og hvalina og svoleiðis?" spurja þeir. "Neinei." svörum við, "Sjáðu þessa búð, hérna er allt sem er nýmóðins vestanhafs!"

 

Ég er orðin þreytt og sliguð á svona 'double standard' eins og maður segir á góðri íslensku. Ég virðist ekki geta uppskorið jákvæðni og athygli fyrir að vera hress, sprækur, gáfaður kvennskörungur sem er með líkama í meðallagi og litla sem enga sólbrúnku.

Ég er spennt að prófa fyrir mér í BNA, þar sem lifnaður er ódýr, fólk er stolt af sögu sinni og ég lít út fyrir að vera mjó í kringum allar fitubollurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband