Um próteinsúkkulaði og megranir..

Ég er veik í hausnum. Nei svona í alvörunni, ég þjáist af hrikalegri minnimáttakennd um útlit mitt (en ég læt engan sjá það, maður vill ekki líta út eins og auli með hor).

 

Eftir að hafa farið í stranga megrun í nokkrar vikur (lesist sem: anorexíukast) gafst líkaminn og sálinn upp og ég gleypti ofan í mig hálfa 15" pizzu með skinku og sveppum (Frá Hrói Hetti, hann er bestur). Maginn sendi mér skilaboð:

Kæra Ásta. Ertu vitlaus? Þú ert búin að vera að éta ekkert eða special k bari núna í uþb fjórar vikur. Nú ætlastu til að ég melti hálfa pizzu sem er með því þyngra í heiminum. ÉG HELD SKO EKKI. Ég er farinn í frí, hringdu í mig þegar þú finnur þér nýtt vit. Það eru útsölur í Kringlunni, gætir fundið eitt þar.

 

Við blöstu tveir dagar af hrikalegum sársauka þar sem allt sat pikkfast á milli háls og beltismáls og ég hafði meira en mikinn tíma til að hugsa um minn gang.

 Ég hef tekið upp matarræði sem hefur gagnast mér vel áður fyrr, það er, að borða mikið prótein. Ef ég verð svöng fæ ég mér hvað sem er til inni í vinnueldhúsi, hnetur, ostar eða kex á milli þess að ég borða prótínríkar máltíðir.

Ég ákvað að skella mér og kaupa mér próteinsúkkulaði til að fá meira prótein ofan í mig. Stóð fyrir framan -DEILDINA- í Hagkaup og hugsaði mér hvað ég ætti nú að kaupa mér. Hmm. "Kökur og Rjómi" var eitt þarna, "Súkkulaðihnetusmjör" var annað. "Súkkulaðikaka" og "Bananakaramellubaka".

"Hvar er SÚKKULAÐIÐ?" urraði í mér. Ekki fann ég neitt einasta sem hét bara 'súkkulaði'. Endaði á því að kaupa eitthvað sem hét "Súkkulaðikaka", þar sem það var það næsta sem ég komst.

Vinsæld snýst um frumleika, frumleiki snýst um einfaldleika.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband