13.7.2007 | 09:27
Gömul pæling mín komin á sjónarsviðið!
Þegar ég var lítil stelpa dáði ég Tinna. Eða réttara sagt dáði ég Kolbein, en Tinni átti víst söguna. Faðir minn bjó meira að segja oft til pappírs geimskutlur sem litu út alveg eins og sú sem Tinni notaði til tunglsins, mér til mikillar lukku.
En alveg sama hvað ég var ung, að þegar Tinni kom að svörtu fólku (og asísku, reyndar) fannst mér hann vera algjört fífl.
Í þessari umdeildu bók vinnur Tinni stuttlega við að kenna börnum í Kongó stærðfræði. Þar sem þau læra sína margföldun kemur allt í einu hlébarði inn! Börnin verða forviða af hræðslu! En samt hugsaði ég sem barn: "Hvernig í ósköpunum getur það verið að öll þessi börn sem hafa örugglega séð hlébarða 1289759125 sinnum gera í buxurnar meðan Tinni, sem hefur aldrei séð svoleiðis, heldur kúlinu?"
Tinni tekur svo svamp (sem er notaður til að þurrka töfluna), hendur honum í hlébarðan sem borðar hann (?!?!?!) og gefur honum svo að drekka svo svampurinn tútnar út í maganum á honum og grey dýrið engist af sársauka.
Meðan standa litlu, svörtu börnin og gapa af undrun.
Mér þykir nú óþarfa að banna þetta með öllu. Börn geta nú þekkt hálfvitaskap á lyktinni, gefið að þau koma úr góðu umhverfi.
Tinni fjarlægður úr barnabókahillum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.