Hvar eru allir ökuníðingarnir?

Alltaf er verið að bítast eitthvað um Sniglanna eða 'mótorhjólafólk'. Þeir eru víst mikil hætta í umferðinni.

 

Afhverju sé ég alla þessa hættulegu menn svona sjaldan þá? Oftast sé ég fólk í stórum hópum og keyra venjulega aðeins hraðar en ég, en líka nokkuð hægar en sumir bílstjórar.

 

Ég bý við mjög hávær gatnamót og er búin að læra muninn á hljóðinu í bíl og hljóðinu í hjóli. Það er svo sem ekkert afrek þar sem ég þarf að öskra á manninn minn þegar hjólin bruna framhjá.

 

Samt heyri ég bara í bílum skransandi, hemlandi, gefandi í og vælandi flautur.

 

 

Ég hlýt að vera orðin heyrnalaus og staurblind. 


mbl.is Sniglarnir efna til keyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HEYR HEYR! "Við mótorhjólafólkið" erum flest allir að þessu uppá lúkkið og félagsskapinn 

Logi (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 19:37

2 identicon

      Kæra Ásta.

  Ökuníðingar og tillitslausir ökumenn eru og verða alltaf til.  Við getum ekki horft

  fram hjá því í sjálfum sér.  En í sambandi við þessa frétt finst mér mikilvægt að

   fólk hugsi jákvætt til Sniglana, þess mótorhjólafólks sem er innan þeirra raða og

   til  þess sem þeir eru að gera með t.d. þessum hópakstri.  Sniglarnir hafa

  ötullega barist fyrir bættri umferðarmenningu almennt og hafa opinberlega lýst

  yfir andstöðu sinni gagvart athæfum eins og þeim sem þú lýsir.  Ég mæli með 

 að þeir aðilar sem starfa að umferðaröryggismálum á opinberum vetfangi og

 nota til þess skattfé almennings styðji vel við bakið á samtökum eins og

 Sniglunum í öryggismálum  og er með því  alveg viss um að að komi til með að

skila töluvert  meiri og mælanlegri árangri em mörg blaða og

sjónvarpsauglýsingim sem týnist innan um allt hitt flóðið á þeim markaði.

Guðjón Rúnar (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 23:13

3 Smámynd: Ásta Gunnlaugsdóttir

Já, mér hefur aldrei fundist Sniglarnir vera nokkurstaðar nálægt því sem fólk er að væla um blessuð hjólin. Og síðan meira segja vinna þeir með umferðastofu um varkárni í umferðinni.

Ég hef nú ekki beint séð 'hnakka' (afsaka þetta kjánalega orð) og strætóbílstjóra efna til neins svoleiðis og það sem ég hef mest séð af þessum tveimur hópum er nú heldur svæsið.

Ásta Gunnlaugsdóttir, 20.7.2007 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband