Tökum dæmi, líkt honum Sting..

Ég hef verið að segja að mér þykir ekkert að því að matsráðskonu Stings hafi verið rekin vegna þess að hún gat ekki komist til vinnu. Fólk vill einnig meina að ég sé að bulla um það að hún eigi rétt á veikindaleyfi eins og hver annar. Ég er tilbúin að fallast á það upp að ákveðnu marki.

Ef maður kemst ekki í vinnuna trekk í trekk er best fyrir launaveitanda að finna sér annan starfsmann.

 

Tökum hér dæmi.

 

Á síðasta ári varð ég ólétt. (Ekkert svo sem með það, og ég skil fullkomlega hvernig það er að berjast við morgunógleði.) Það gekk nú ekki betur upp en það að ég missti fóstrið. Reyndar var þetta ANNAÐ fóstrið sem ég missti.

 

Ég var miður mín náttúrulega. Þetta er alltaf rosalegt áfall, sértsaklega þar sem ég var við enda þriðja mánaðar.

Ég lét vinnuna vita, en mætti eftir viku til að reyna að halda starfi mínu. Ég var MJÖG þunglynd og máttlaus, og vann vinnu mína illa og hringdi inn margoft og sagðist vera 'veik'. Ég var einfaldlega of þunglynd til að gera neitt.

Mér var pennt sagt upp.

 

Ætti ég að fara í mál? Þeir leystu mig frá störfum vegna veikinda sem ég gat ekkert gert við. Reyndar voru þetta veikindi beint tengd óléttu. 

 

Hvað finnst ykkur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband