Færsluflokkur: Bloggar
17.7.2007 | 19:26
Tökum dæmi, líkt honum Sting..
Ég hef verið að segja að mér þykir ekkert að því að matsráðskonu Stings hafi verið rekin vegna þess að hún gat ekki komist til vinnu. Fólk vill einnig meina að ég sé að bulla um það að hún eigi rétt á veikindaleyfi eins og hver annar. Ég er tilbúin að fallast á það upp að ákveðnu marki.
Ef maður kemst ekki í vinnuna trekk í trekk er best fyrir launaveitanda að finna sér annan starfsmann.
Tökum hér dæmi.
Á síðasta ári varð ég ólétt. (Ekkert svo sem með það, og ég skil fullkomlega hvernig það er að berjast við morgunógleði.) Það gekk nú ekki betur upp en það að ég missti fóstrið. Reyndar var þetta ANNAÐ fóstrið sem ég missti.
Ég var miður mín náttúrulega. Þetta er alltaf rosalegt áfall, sértsaklega þar sem ég var við enda þriðja mánaðar.
Ég lét vinnuna vita, en mætti eftir viku til að reyna að halda starfi mínu. Ég var MJÖG þunglynd og máttlaus, og vann vinnu mína illa og hringdi inn margoft og sagðist vera 'veik'. Ég var einfaldlega of þunglynd til að gera neitt.
Mér var pennt sagt upp.
Ætti ég að fara í mál? Þeir leystu mig frá störfum vegna veikinda sem ég gat ekkert gert við. Reyndar voru þetta veikindi beint tengd óléttu.
Hvað finnst ykkur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 18:38
Hvar eru allir ökuníðingarnir?
Alltaf er verið að bítast eitthvað um Sniglanna eða 'mótorhjólafólk'. Þeir eru víst mikil hætta í umferðinni.
Afhverju sé ég alla þessa hættulegu menn svona sjaldan þá? Oftast sé ég fólk í stórum hópum og keyra venjulega aðeins hraðar en ég, en líka nokkuð hægar en sumir bílstjórar.
Ég bý við mjög hávær gatnamót og er búin að læra muninn á hljóðinu í bíl og hljóðinu í hjóli. Það er svo sem ekkert afrek þar sem ég þarf að öskra á manninn minn þegar hjólin bruna framhjá.
Samt heyri ég bara í bílum skransandi, hemlandi, gefandi í og vælandi flautur.
Ég hlýt að vera orðin heyrnalaus og staurblind.
Sniglarnir efna til keyrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.7.2007 | 18:03
Hann notaði svokallaðan gemsa til að gera viðvart.
Vita nú ekki flestir hvað trampólín er?
Ef þetta væri snúið á frónsku og kallað, tja, stökkdýna. Myndu ekki margir stoppa og hugsa?
Karlmaður slasaðist á trampólíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 16:44
Hvað með hunda?
Eða ketti? Eða hesta?
Er í ætluninni að skikka öll þessi dýr í bleyju og mun bæjaryfirvöld styrkja viðkomandi?
Hið asnalegasta mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2007 | 15:52
Maður spyr sig...
Forstjóri Haga segir verð á matvöru lægra nú en árið 2002 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 15:40
Veit nú ekki hver sökudólgurinn er...
Þykir dáldið skrítið að þau hafi rekið hana fyrirvaralaust úr starfi eftir einhver 8 ára samstarf.
En auðvitað þarf maður starfsmenn sem vinna vinnuna sína, ekki er mikið gagn af greyinu ef hún er ælandi yfir pottunum.
Og hvernig hefur þetta nokkuð með kynferði að gera?
Sting og eiginkona hans dæmd til að greiða skaðabætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2007 | 15:31
Hvernig DIRFIST konan að vera með sjálfsálit?!
Ó nei! Manneskjan segir sjálfa sig vera ómótstæðilega! FELIÐ BÖRNIN. Konur eiga alltaf að vera hógværar og niðurlútnar og þær sem meina annað mega taka við öskrandi gagnrýni!
Mér þykir líklegast að þetta hafi nú verið nett grín hjá stelpunni, en hugsið ykkur að hún segir þetta EFTIR að karlinn hennar hélt framhjá henni með einhverri ómerkilegri, ábyrgðarlausri barnapíu.
Ég vildi óska að ég hefði svona sjálfsálit. Rosalega þykir mér leiðinlegt að maðurinn minn getur ekki svo mikið sem gantast um einhverjar stelpur án þess að ég fari á eitthvað þunglyndissukk.
Við sem eigum erfitt með okkur og vitum hve mikil fötlun það er klöppum hér með fyrir Victoriu, jafnvel þótt mér sé ekkert allt of vel við hana.
Sjónvarpsþáttur Victoriu sagður sjálfsdýrkunarsvall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.7.2007 | 13:57
Hvaða rosalega brjálæði er í gangi.
Foreldrar drepandi börn sín vinstri hægri þessa dagana. Er þetta smitandi? Eða er svona rosalega mikið af fólki í heiminum sem er svona ógeðslegt og hrottalegt.
Maður veit varla hvað maður ætti að segja. Nema það að það væri betra ef foreldrarnir myndu byrja á sjálfu sér í þessum skothríðum.
Lögregluliðsmaður í Frakklandi drap fjóra - þar á meðal syni sína tvo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 09:27
Gömul pæling mín komin á sjónarsviðið!
Þegar ég var lítil stelpa dáði ég Tinna. Eða réttara sagt dáði ég Kolbein, en Tinni átti víst söguna. Faðir minn bjó meira að segja oft til pappírs geimskutlur sem litu út alveg eins og sú sem Tinni notaði til tunglsins, mér til mikillar lukku.
En alveg sama hvað ég var ung, að þegar Tinni kom að svörtu fólku (og asísku, reyndar) fannst mér hann vera algjört fífl.
Í þessari umdeildu bók vinnur Tinni stuttlega við að kenna börnum í Kongó stærðfræði. Þar sem þau læra sína margföldun kemur allt í einu hlébarði inn! Börnin verða forviða af hræðslu! En samt hugsaði ég sem barn: "Hvernig í ósköpunum getur það verið að öll þessi börn sem hafa örugglega séð hlébarða 1289759125 sinnum gera í buxurnar meðan Tinni, sem hefur aldrei séð svoleiðis, heldur kúlinu?"
Tinni tekur svo svamp (sem er notaður til að þurrka töfluna), hendur honum í hlébarðan sem borðar hann (?!?!?!) og gefur honum svo að drekka svo svampurinn tútnar út í maganum á honum og grey dýrið engist af sársauka.
Meðan standa litlu, svörtu börnin og gapa af undrun.
Mér þykir nú óþarfa að banna þetta með öllu. Börn geta nú þekkt hálfvitaskap á lyktinni, gefið að þau koma úr góðu umhverfi.
Tinni fjarlægður úr barnabókahillum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 13:33
Um nýtilkomið bann á einkadansi og skrattann hann Geira..
Þegar ég les færslur þar sem fólk hellir úr skálum reiðum sinnar varðandi einkadans þá finnst mér meira en augljóst að ekkert þeirra hefur nokkurntímann komið inn á svona stað áður.
A.m.k. ekki hér á Íslandi.
Einnig virðist vera hálfgert sport að rífast út í hann Geira á Goldfinger sem á núna að flokkast sem 'þrælahaldari'. Jeddúdamía, hvernig er hægt að segja svona um þennan mann. Ég hef þekkt konur í þessum viðskiptum og menn sem hafa unnið þarna sem dyraverðir. Einnig hef ég komið þarna inn sjálf, en svona upp á grínið reyni ég hér með að taka þátt í hneisubreiðslu landans.
Ég stend í andyrinu á Goldfinger og tala við dyramanninn sem vinnur þar. Þetta er rólegur maður, lágvaxinn en bætir sér það upp í vöðvamassa. Hann er nýbúinn að útskýra fyrir mér hvað honum þykir nú þægilegt að vinna á nóttinni og eiga frí á daginn þegar eigandinn, Geiri, stígur inn um dyrnar.
Geiri er nokkuð gildur og eftir að hafa verið í kringum hann í bara örstutta stund fær maður á tilfinninguna að hann er ekki maður, heldur bangsi.
Hann heilsar dyraverðinum örstutt með brosi og gengur inn á barinn. Stelpurnar standa þar og horfa áhugalaust út í loftið með sígarettu í öðru munnvikinu. Ein þeirra er að stríða barþjóninum til að láta tímann líða.
"Sælar stelpur mínar" segir Geiri á íslenskumeitlaðri ensku. "Hvernig gengur hjá ykkur?" bætir hann við og setur hönd á öxlinni á einni þeirra (en ekki á rassinn eins og allir viðskiptavinirnir reyna).
"Æ, það er rosa lítið að gera. Það kom einn áðan sem var með mikil læti en við létum henda honum út." dæsir sú sem er næst Geira og hallar sér á barinn.
"Vonandi ekkert alvarlegt." segir Geiri blíðlega. "Nei, maðurinn var bara hálfviti. Vildi ekki borga" segir stúlkan aftur.
"Jæja, vonandi rætist nú úr kvöldinu," segir Geiri og hysjar upp um sig, "en ég þarf að fara inn á skrifstofu núna, elskurnar."
Geiri gengur framhjá mér og dyraverðinum aftur og inn um aðra hurð. Eftir stend ég forviða á landanum og þeirra hjátrú um starfsemi Geira. Í gegnum doðan heldur dyravörðurinn áfram að tala við mig. Ég tek óvart fram í fyrir honum og spyr hvort þetta sé alltaf svona.
"Jaaá. Nema um helgar og mánaðarmót, þá er eitthvað að gera"
Maðurinn skyldi greinilega ekki spurninguna. Blíða Geira virtist vera algjörlega partur á umhverfinu.
Seinna fékk ég líka að heyra að hann gefur dönsurunum sínum jólagjafir.
JÓLAGJAFIR.
Verð nú eiginlega að segja að ég hefði viljað eiga yfirmann eins og Geira.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)